Verkefni

Hrafn Sveinbjarnarson GK-255

Hrafn Sveinbjarnarson GK-255
Árið 2014 fór Hrafn Sveinbjarnarson í langþráða lengingu út til Póllands og um leið var frystitogaranum breytt í frysti- og ísfisktogara. TG raf sá um allar rafmagnsbreytingar sem voru gerðar um borð, þar á meðal hönnun á stýringum fyrir vinnslurýmið.

Valdimar GK-195

Valdimar GK-195
TG raf hefur séð um hönnun og uppsetningu á útleiðslu- og aðvörunarkerfi í Valdimar GK. Kerfið gefur vélstjórum kleift að fylgjast náið með útleiðslu um borð og bregðast tímanlega við. Kerfið leiðir einnig til þess að útleiðsluleit er mun skilvirkari en kerfið hefur verið þróað af TG raf í samvinnu við viðskiptavininn.

Vísir saltfiskvinnsla

Vísir saltfiskvinnsla
Sumarið 2014 var farið í breytingar á saltfiskvinnslu hjá Vísi hf og sá TG raf um rafmagnshlutann. Farið var í að enduskipuleggja uppsetningu á aðaltöflu vinnslunnar með því markmiði að hver vinnslulína var sameinuð á stofn en það auðveldar bilanaleit á álagstímum.

Vísir frystihús

Vísir frystihús
Sumarið 2015 var farið í umtalsverðar breytingar á allri vinnslu og frystikerfi á frystihúsi hjá Vísi hf. TG raf vann í samvinnu við Frost hf að breytingum á frystikerfinu en kerfið var hannað uppá nýtt, öllu skipt út í vélarsalnum og bætt var við annarri frystipressu. Við hjá TG raf settum upp upplýsinga- og skjámyndakerfi sem gerir vélstjórum kleift að hafa yfirsýn yfir allt frystihúsið. Kerfið hefur möguleika á að greina rekstur vinnslunar niður þannig að ítarleg sundurliðun fæst dag frá degi. Einnig var unnið náið með Marel að uppsetningu á vinnslulínu sem þeir hafa hannað. Markmiðið við þessar breytingar var að fá meira flæði og nýtingu í vinnsluna.