Þjónusta

Skiparafmagn

Skiparafmagn
Skiparafmagn er okkar helsta sérhæfing hjá TG raf og sjáum við um viðhald á mótorum, stýringum og öðru sem tengist rafkerfi og vinnslu um borð. Við höfum tekið þátt í hönnun og breytingum á vinnslu í togurum, bæði við lengingar og vegna almennra breytinga á vinnslurými. Einnig höfum við í samvinnu við vélstjóra og útgerðarstjóra unnið að því að gera millidekk skipa eins notendavæn og hægt er þannig að flæði afurðar frá móttöku í lest taki sem stystan tíma og með sem mestum gæðum.

Stýringar

Stýringar
Til viðbótar við almennt viðhald höfum við í samvinnu við okkar viðskiptavini þróað lausnir á sviði sjálfvirkni og stýringa. Þær stýringar sem við höfum unnið eru allt frá einföldum spólurofastýringum upp í fullkomin skjámyndakerfi en slík kerfi gera notendum auðveldara með að fylgjast með fyrirfram ákveðnum atriðum í rafkerfi og bregðast við ef eitthvað fer út fyrir skilgreinda vinnslu. Yfirsýn á þennan hátt gerir notendum auðveldara með að bregðast við bilunum og þannig sinna viðhaldi á álagsminni tímum. Með því er hægt að spara fjármuni og auka rekstraröryggi á álagstímum.

Hönnun - sjálfvirkni

Hönnun - sjálfvirkni
Hjá TG raf starfar öflugt starfsfólk sem hefur reynslu af hönnun fyrir vinnslur, skip og aðra virkni en hönnunarteymi hjálpar viðskiptavinum að koma hugmyndum í framkvæmd. Áhersla er lögð á heildarlausn í hverju verkefni fyrir sig þar sem teymi tæknifræðinga og rafvirkja vinnur að hönnun, teikningu og uppsetningu ásamt því að sama teymi sinnir viðhaldi í framhaldinu. Hagkvæmni er einn af lykilþáttum við hönnun okkar og bjóðum við meðal annars upp á miðlægar lausnir sem lesa úr öllum kerfum í þeim tilgangi að ná sem bestu flæði í vinnslu og hagkvæmni í rekstri, þar á meðal kostnaðargreiningu í skjámyndaformi.

Nýlagnir

Nýlagnir
TG raf hefur tekið virkan þátt í þeirri uppbyggingu sem hefur verið í Grindavík á síðustu árum og séð um rafmagn í mörgum einbýlum, blokkum og íbúðum. Öllum verkefnum er skilað af okkur fullunnum og skýrsluskil kláruð til Mannvirkjastofnunar.

Endurbætur

Endurbætur
TG raf hefur samhliða raflögnum í nýbyggingar séð um endurbætur og viðhald eldri bygginga, jafnt fyrir verktaka, verksmiðjur og önnur fyrirtæki.