Okkar Sérhönnun

Sjálfvirk útleiðsluvöktun

Sjálfvirk útleiðsluvöktun
Til að einfalda útleiðsluleit á sjó og þannig hægja á tæringu í skipum hefur TG raf unnið að hönnun og þróun á sjálfvirkri útleiðsluvöktun í skip. Kerfið kemur í notendavænu viðmóti og er hannað til að vakta og logga útleiðslu allra spennukerfa um borð (þ.e. 24V, 220V, 380V, AC og DC kerfi) en kerfið lætur vita þegar útleiðslu verður vart. Kerfið gerir þannig vélstjórum kleift að fylgjast náið með útleiðslu um borð og bregðast tímanlega við. Einnig er hægt að prenta út graf yfir útleiðslu allra kerfa miðað við innslegið tímabil sem gefur útgerðarstjórum upplýsingar um ástand skipsins og veitir vélstjórum aðhald.

Rafstýring í frystikerfi

Rafstýring í frystikerfi
Í frystitækjum höfum við útbúið stýringar þar sem tímar eru forstilltir eftir því hvaða afurð er verið að frysta en með þessari stýringu er kælimiðillinn að nýtast mun betur. Kerfið er þannig ekki að svelta við fulla vinnslu þar sem það er tæpt fyrir, frysting verður betri og orka sparast við betri nýtingu sem leiðir til minni eldsneytisnotkunar.